Friday, October 11, 2013

Bláberja-rjómaosta ís


Bláberja rjómaostaís, já það hljómar skringilega en kemur skemmtilega á óvart.
Það er alltaf gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu, hvað þá þegar eitthvað eins og þetta verður til.


Bláberja rjómaostaís




1/2 l rjómi
30 g sukrin melis
2 eggjarauður
90 g rjómaostur
250 g íslensk bláber
10 dropar Via-Health stevía, original

Eggjarauður, stevía og sukrin melis þeytt saman.
Rjómi hitaður í potti á miðlungshita þar til hann er komin rétt yfir líkamshita.
Rjómi bætt við rauður og þeytt vel saman.
Blandan sett í pott hrært í þar til hún er farin að þykkjast aðeins.
Taka af hellunni og rjómaostur blandaður við.
Bláber maukuð eftir smekk og blandað við ísinn.
Sett í frysti í 2-3 tíma og gott að hræra reglulega í ísnum.



No comments:

Post a Comment